143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:38]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við höfum hlustað á eina ræðu í kvöld um mál nr. 3 á dagskránni. Þar flutti hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir ágætisræðu. En mig langar að spyrja, þó að það sé hundleiðinlegt að spyrja alltaf að því sama: Þýðir það að hún á ekki eftir að fjalla um hinar tvær tillögurnar á næstu dögum? Hún fær fimm mínútur í viðbót og þar með er umræðu lokið og málið fer í nefnd. Eða getum við tryggt það, hæstv. forseti, að mál nr. 4 og 5, sem eru þingsályktunartillögur frá stjórnarandstöðunni, verði afgreidd áður en þau fara til nefndar og verði öll tekin fyrir í einu og á sama tíma þannig að við fáum þrefalda umræðu? Það var búið að semja um annað á sínum tíma en þeir samningar eru gersamlega fallnir um sjálfa sig. Þá hljótum við að gera þá kröfu að þetta verði svona, að við fáum að ræða þessar þrjár tillögur á næstu dögum. (Forseti hringir.) Ég tel útilokað að hægt sé halda mikið áfram ef við vitum ekkert í hvaða umræðuumhverfi við erum að fara. Hér er forseti (Forseti hringir.) með dagskrárvaldið.