143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:41]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka undir það sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson sagði áðan og ég nefndi aðeins í dag um málin sem eru nr. 3, 4 og 5 á dagskrá. Hæstv. forseti sagði í dag ef mig man rétt að hann skildi málið enn þá þannig að þetta væri allt saman undir og það væri vonandi ekki verið að kalla eftir þreföldum ræðutíma. Mig langar að vita hvort það sé skilningur hæstv. forseta að svo sé, það sé ekki þrefaldur ræðutími, hver tillaga fái sinn umræðutíma hér.

Í annan stað hefur stjórnin látið það frá sér fara að málið megi malla inni í nefnd og þurfi ekki neina flýtimeðferð eða eitthvað slíkt, það sé enda best að koma því þangað. Er þá ekki að sama skapi allt í lagi að þegar umræðu um þetta mál lýkur, mál nr. 3, bíði það bara inni í nefnd (Forseti hringir.) eftir að við ljúkum umræðum um mál nr. 4 og 5 á dagskránni og að þeirri umræðu lokinni verði kallaðir til gestir?