143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ræður hv. stjórnarandstæðinga undir liðnum um fundarstjórn forseta hafa komið mér á óvart. Ég skildi vel að hv. þingmenn færu í ræður undir liðnum um fundarstjórn forseta vegna þess að hv. þingmenn hafa lagt á það ríka áherslu að þegar hv. þingmenn hafa sagt einhvern skrökva eigi viðkomandi að biðjast afsökunar.

Hér kom hv. stjórnarandstæðingur og ásakaði hæstv. forsætisráðherra um að skrökva. Ég átti þess vegna von á því að hv. stjórnarandstæðingar færu fram á það sem almenna reglu, þetta getur ekki verið bara stundum, við viðkomandi hv. þingmann að hann bæðist afsökunar. Ég veit að fleiri hv. stjórnarandstæðingar eiga eftir að taka til máls og þess vegna spyr ég hvort þetta eigi bara stundum við. Ef það á bara stundum við (Forseti hringir.) spyr ég: Hvaða reglur eiga þá að gilda um það? Við munum öll hvað gekk hér á og ég vil nota tækifærið og spyrja hv. þingmenn (Forseti hringir.) sem koma á eftir mér hvort það eigi bara stundum við.

(Forseti (SilG): Forseti biður þingmanninn að virða ræðutíma.)