143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:46]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Því miður er það svo að þó að mjög oft eigi sér stað ákaflega góð vinna í nefndarstarfi kom það mjög skýrt fram í máli hæstv. forsætisráðherra að stefna hans væri að slíta þessum viðræðum, óháð því að við fengjum að fá að taka þetta í nefnd. Ef hæstv. forsætisráðherra er ekki tilbúinn að samþykkja þá vinnu sem mun eiga sér stað í nefnd finnst mér harla ólíkt að stjórnarliðar séu tilbúnir að fara gegn sitjandi forsætisráðherra.

Mig langar til að spyrja hv. stjórnarliða hvort þeir séu tilbúnir að fara á skjön við sinn æðsta mann.