143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:47]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil rifja það upp sem er full ástæða til að rifja upp, umræðu um þetta mál þegar stjórnarmeirihlutinn er búinn að gefa ádrátt um ýmiss konar fyrirheit sem síðan verða ekki að veruleika. Einstakir þingmenn stjórnarmeirihluta hafa talað hér, jafnvel hæstv. fjármálaráðherra, um að hægt sé að finna hinar og þessar lausnir á málinu en síðan verður þess ekki vart í afstöðu frá stjórnarmeirihlutanum. Þá eðli málsins samkvæmt kemur kengur í alla hina þinglegu meðferð. Það er óhjákvæmilegt að línurnar verði skýrðar í þessu máli. Á formannafundinum kom það skýrt fram að núna er boltinn hjá forustumönnum ríkisstjórnarflokkanna. Þeir verða að skýra afstöðu sína í þessum málum. Við erum tilbúin til samstarfs. Við höfum lagt fram fjölbreyttar hugmyndir um það hvernig það geti orðið. Boltinn er hjá formönnum ríkisstjórnarflokkanna (Forseti hringir.) og ég vil fá að heyra frá þeim í upphafi fundar hér á morgun.