143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:50]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð þeirra þingmanna sem töluðu áðan. Mig langar líka svolítið til að vita hvernig virðulegur forseti lítur á þetta meinta samkomulag um ræðutíma. Hér stóð einhvern tímann til að við mundum ræða allar þessar þingsályktunartillögur saman. Það var byggt á ákveðnu samkomulagi og eins og samkomulögin hérna eru rættist það ekki. Bara upp á að skipuleggja sig fyrir morgundaginn og alla umræðuna þá og hvernig maður á að plana sínar ræður væri mjög gott að vita afstöðu virðulegs forseta til þess hvort virðulegur forseti telji að þetta samkomulag haldi og þá nánar tiltekið hvort virðulegur forseti hyggist hafa dagskrána þannig að þessar þrjár þingsályktunartillögur séu ræddar (Forseti hringir.) hver í sinni umræðu.