143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:53]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þingmönnum er ljóst höfum við margoft breytt hér frumvörpum og tillögum hinna ýmsu ráðherra. Það hefur ekkert staðið í okkur. Afstaða forsætisráðherra hefur alltaf verið ljós þannig að það að ræða allar þessar þrjár tillögur í nefndinni er væntanlega undir þinginu komið. Ef það á að vera sama málþófið og ruglið í kringum þær tillögur eins og þessa verður málið komið út úr nefndinni áður en þær tillögur koma þannig að ég vona að þessar þrjár tillögur fái bara allar skjóta meðferð.

Nú er takmarkaður ræðutími en eins og hv. þingmönnum er ljóst (Forseti hringir.) er eftir því sem ég best veit ótakmarkaður ræðutími í síðari umr. Þá geta menn talað málefnalega, að minnsta kosti er miklu meiri tími þá. (Gripið fram í.)