143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég mun fara í ræðu síðar, þá vona ég að hv. þingmaður komi í andsvör við mig, en núna ætla ég að nýta mína mínútu til að spyrja hann spurninga.

Ég heyrði ekki betur á ræðu hv. þingmanns en að hann teldi að það væri gjaldeyriskreppa í Evrópusambandinu. En nú er farið ákaflega vel í gegnum þetta í riti Seðlabankans. Þar eru færð rök fyrir því að kreppan á evrusvæðinu sé ekki gjaldeyriskreppa. Hv. þingmaður virðist vera ósammála þessu. Ég vil biðja hann að fara yfir það.

Eins spurði Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á iðnþingi: Ætlum við að nota krónu? Er það planið? Honum fannst það ekki gott plan fyrir hagsmuni hans og fyrirtækja sem eru svipuð og fyrirtæki hans. Ég heyri að hv. þingmaður er líka ósammála þessu. Auðvitað tengist þetta gjaldeyrishöftunum sem eru einnig skaðleg fyrir nýsköpun. Mig langar að fá skýrari svör frá hv. þingmanni.