143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:47]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör en vil inna aðeins nánar eftir þessu. Nú hefur mér skilist að hv. þingmaður sé andvígur aðild að Evrópusambandinu í sjálfu sér eða telji ekki hagsmunum Íslands best borgið innan sambandsins. Mundi sú afstaða breytast ef hægt væri að fá undanþágur í veigamiklum köflum sambandsins í einhverjum efnum og hvaða köflum þá?

Ég veit að einhverjir þingmenn, þegar þessi mál voru til umræðu í þinginu, kröfðust þess að þingið mundi áskilja sér fullan rétt til að slíta viðræðum ef ljóst yrði að ekki næðist í land að verða við þessum skilyrðum. Mundi þingmaðurinn aðeins vilja tjá sig um þetta?