143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:20]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta varpaði skýrara ljósi fyrir mitt leyti á spurninguna: Af hverju fáum við ekki svörin? Þessi skýrsla var mjög heiðarleg og góð tilraun til að ná fram þeim svörum sem þjóðin hefur kallað eftir, þ.e.: Hvað er í boði? Hvað er Evrópusambandið? Hver er grunnur þess sambands og hvers lags reglur setur sambandið og hvað segir sagan okkur um hvernig hlutirnir hafa verið?

Einnig kemur fram í skýrslunni ákveðin framtíðarsýn á þróun sambandsins þannig að þetta var heiðarleg tilraun sem ríkisstjórnin byggir ákvörðun sína á að fara fram með þessa þingsályktunartillögu. En rétt er það hjá hv. þingmanni að allt er breytingum háð og ESB er að þróast, eins og ég sagði í ræðu minni áðan, og Ísland líka þannig að hver veit hvað verður? Það veit enginn og ekki ég. Ég tel þó að staða okkar sé sterkari utan ESB varðandi norðurslóðamálin. (Forseti hringir.)

Því miður get ég ekki útskýrt það hér nú.