143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:03]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er hins vegar merkilegt að hv. þingmaður tók þátt í því í maí 2012 að koma í veg fyrir að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skyldi aðildarviðræðum áfram. Spurningin er af hverju hann gerði það þá, sérstaklega þegar ljóst var að öll þau tímaplön sem sett voru upp, m.a. samkvæmt áliti meiri hluta utanríkismálanefndar um að samningsferlið ætti ekki að taka nema 18 mánuði … (Gripið fram í: Nei.) (ÁÞS: Það stendur hvergi …) Heyrðu, það stendur (Gripið fram í: Nei.) víst í fylgiskjali (Forseti hringir.) og er byggt á upplýsingum frá þáverandi hæstv. utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni. Þú getur lesið það fylgiskjal, (Gripið fram í: Nei.) hv. þingmaður. (Gripið fram í: Ekki þú heldur.) Ég segi: Ef umsóknarferlinu var ekki siglt í strand 2012, ef því er ekki siglt í strand núna og var siglt í strand í janúar 2013 þegar þáverandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að gera hlé á samningunum, af hverju var ekki tekin ákvörðun í samræmi við yfirlýsingu í atkvæðagreiðslu í júlí 2009 um að slíta aðildarviðræðum líkt og hv. þingmaður áskildi sér allan rétt til að gera?