143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[15:55]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samninganefndin var einstaklega vel skipuð, að ég tel, og vann mjög vel að aðildarviðræðunum. Varðandi ómöguleikarökin vil ég bara endurtaka orð úr ræðu minni um orðheldni og traust. Með ómöguleikarökunum er formaður Sjálfstæðisflokksins að gera hæstv. ráðherra, sjálfan sig sem sagt, sem og hæstv. ráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Illuga Gunnarsson og jafnvel Kristján Þór Júlíusson, þótt ég hafi ekki vitnað í þann hæstv. ráðherra hér í ræðustól, að ómerkingum. Ef þeim finnst svona sjálfsagt að standa ekki við orð sín ættu þau að hugsa sinn gang, um erindi sitt í stjórnmálum.