143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:01]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt það sem maður óttast. Unga fólkið getur farið hvert sem er í dag þar sem allur heimurinn er í rauninni undir. Við eigum meira að segja í vandræðum með að fá sérfræðilækna aftur heim. Við þurfum því virkilega að hugsa um það hvernig lífskjör eru hér á landi og hvernig við tryggjum þau sem best.

Ég vil endilega fá skýrsluna sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru að láta vinna og ræða hana líka. Ég beini orðum mínum til hæstv. utanríkisráðherra: Alls ekki slíta viðræðunum fyrr en við erum búin að fá þá skýrslu í hendur og búin að lesa hana því að hún mun taka sérstaklega á kostum og göllum aðildar. Rýnum í hana.