143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ekki átti ég von á því að heyra frá hæstv. utanríkisráðherra að þetta væri „bara frétt úr Morgunblaðinu“ en það er sannarlega áhyggjuefni ef rétt reynist að samningar hafi tekist á milli þessara aðila. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að ætla að gefa skýrslu um það fyrir nefndum þingsins en ég held að þetta sé augljóslega hagsmunamál af þeirri stærðargráðu, mestu hagsmunir sem við höfum verið að semja um á síðustu árum, að það hljóti að kalla á skýrslugjöf í þinginu ef rétt reynist. Það er grafalvarlegt ef svo er og full ástæða til að spyrja hverju það sæti að við séum ekki við þetta borð.