143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:07]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að lofa því að taka þetta mál upp. Þetta er ekki mál sem verið er að búa til ágreining um, þetta er mál sem okkur langar til að fá upplýst. Við eigum þarna hagsmuni sem allir hafa staðið saman um að verja og menn hafa reynt að vera með þetta mál í því ferli að sækja það á vísindalegum forsendum og verið mjög málefnalegir í þessari vinnu. Ég treysti á að þannig hafi verið haldið á málinu.

Ef þetta er tilfellið er full ástæða til að það sé rætt ítarlega í utanríkismálanefnd, væntanlega þá í þinginu í framhaldi og þá komi skýrsla um hvað gerðist í þessu ferli sem tók þetta af leið. Kannski er þessi frétt ekki rétt en í þessum færeyska miðli með tilvitnun í gegnum mbl.is er meira að segja vitnað í prósentuna sem Færeyingar eiga að fá út úr þessu samkomulagi. Ég þakka utanríkisráðherra fyrir að taka vel í (Forseti hringir.) að skoða þetta í snatri.