143. löggjafarþing — 74. fundur,  13. mars 2014.

vísun skýrslna til nefndar.

[11:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Með bréfi, dagsettu 12. mars, hefur forseti óskað eftir því, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um eftirtaldar skýrslur Ríkisendurskoðunar: skýrslu um Vinnueftirlit ríkisins, skýrslu um Keili ehf., skýrslu um alþjóðlega jafningjaúttekt á vinnubrögðum Ríkisendurskoðunar við fjárhagsendurskoðun, skýrslu um rekstrarstöðu og reiknilíkan framhaldsskóla og skýrslu um löggjöf um verkefni Umhverfisstofnunar.