143. löggjafarþing — 74. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[14:30]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það kemur mér mjög á óvart að sjá virðingarleysið sem hæstv. ráðherrar sýna þinginu með því að vera ekki í salnum meðan við erum að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki áhuga á að hlusta, að þeir hafi ekki áhuga á að heyra. Þar er pottur brotinn. Hver er tilgangurinn með þessu ef enginn er til að hlusta á það sem við erum að mæla? Mér finnst að hæstv. ráðherrar ættu að sýna okkur þá virðingu að vera hér og hlusta á það sem við höfum að segja.