143. löggjafarþing — 74. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[14:39]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé svolítið mikið í lagt að kalla það virðingarleysi að vera ekki við þessa umræðu þar sem fjórir hæstv. ráðherrar sjálfstæðismanna sátu fyrir svörum í þinginu fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Þar höfðu þingmenn allir færi á því að beina fyrirspurnum til ráðherranna fjögurra, hinna fjögurra ráðherra sjálfstæðismanna sem sátu hér í morgun. Ég hvet menn einfaldlega til þess að slaka — afsakið, það má víst ekki nota það orð — til þess að beina umræðunni að málefninu sjálfu. Ég bíð spennt eftir því að heyra þær ræður sem eru á dagskrá, það er fullt af þingmönnum á mælendaskrá sem ætla að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég hvet menn til að halda umræðunni áfram.