143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:25]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hagsmunir eru margir og mikilvægir og það er erfitt að spyrja að því hverjir séu stærstir. Eitt er það til dæmis að gjaldmiðill vor, krónan, hefur verið okkur dálítið þungur baggi. Kannski kostar krónan okkur um það bil 80–150 milljarða á ári. Ef hún kostar okkur 80–100 milljarða á ári þá dregur hún úr getu til að byggja upp hér sem því nemur.

Ég horfi nú töluvert mikið til fjármálamarkaðarins, ég verð að viðurkenna það, en ég á ekki nema sex sekúndur eftir þannig að ég ætla ekki að ræða þetta frekar. Ég hef lokið máli mínu.