143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:30]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal svara þessum spurningum með gleði. Í fyrsta lagi er þessi þingsályktunartillaga til marks um einangrunarhyggju. Í öðru lagi ætla ég að minna á atkvæðagreiðslu á Alþingi 1969, það er mynd af henni hér í hliðarsal, þegar Ísland gekk í EFTA og framsóknarmenn gátu ekki tekið afstöðu, sátu hjá. Í þriðja lagi voru miklar deilur í Framsóknarflokknum árið 1993 þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og ég tel að ég þurfi ekki að rekja þá sögu frekar. Þessi verndarstefna í landbúnaði er svo hrein einangrunarstefna, ég þarf ekki heldur að rekja það frekar.

Þetta eru því engir sleggjudómar hjá mér og ég vona að hv. þingmaður sé sáttur við þetta svar.