143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:32]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég tel rétt og eðlilegt að þessi þingsályktunartillaga verði send út til umsagnar rétt eins og aðrar þingsályktunartillögur og fái ekki síðri umfjöllun en fríverslunarsamningurinn við Alþýðulýðveldið Kína. Sá frestur til umsagnar er allnokkur og ef von er á skýrslu Alþjóðamálastofnunar í apríl þá kann að vera að þetta reki nú allt saman, þannig að ekkert sé að óttast.

Ég tel eðlilegt að þessi tillaga verði send út til umsagnar og ég vona að ekki verði ágreiningur um það í utanríkismálanefnd. Ég vona að hv. þingmaður verði ekki hvumpinn þegar það verður ákveðið.