143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:36]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það eru framsóknarmenn í öllum flokkum og það eru framsóknarmenn meðal allra þjóða. Ég kann ekki skýringuna á því og veit ekki hverjar þessar tölur verða, ég skal ræða um það við hv. þingmann þegar tölur liggja fyrir í því máli. Ég held hins vegar að Þýskaland hafi haft verulegan ávinning af vist sinni í Evrópusambandinu. (Gripið fram í.) — Ha, hefur verið talið? Já, þetta eru nýjar fréttir fyrir mig að það hafi verið talið, ég hef ekki heyrt af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef heyrt um kannanir og stundum greiða menn atkvæði með buddunni þegar kemur að hinum raunverulegu atkvæðagreiðslum.