143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að fara um þetta mörgum orðum, ég er alveg hjartanlega sammála hv. þingmanni, sérstaklega lokaorðum hans.

Mig langar til að spyrja hann, af því að í þessari viku kom út Evrópustefna ríkisstjórnarinnar, hvort hann hafi haft tækifæri til að kynna sér þá stefnu. Það hlýtur að vera ætlan ríkisstjórnarinnar, fyrst hún er einmitt búin að nefna þá stefnu, að ýta í burtu þeirri spurningu sem við þingmaðurinn erum sammála um að sé á dagskrá. Ef þingmaðurinn hefur haft tækifæri til að kynna sér stefnuna, sem tekur ekki mjög langan tíma, langar að spyrja hann hvort hann telji líklegt að hún sé svo áhrifamikil (Forseti hringir.) að hún láti fólk hætta að hugsa um þetta mál.