143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[18:21]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram til að fyrirbyggja misskilning að hann var ekki í dag að leita hófanna um sérstök fundahöld í þessu sambandi. Hins vegar hefur forseti verið í góðri sátt við alla þingmenn að reyna að stýra þinginu þannig þessa viku að það mætti stuðla að sáttum, meðal annars með því að hafa hér ekki kvöldfundi, heldur ekki á þriðjudaginn þó að full heimild væri til þess samkvæmt þingsköpum. Forseti kaus að nýta sér ekki þá heimild í því skyni og í þeirri von og í þeirri trú að það mætti verða til þess að greiða fyrir efnislegri umræðu sem sannarlega hefur tekist mjög vel til með í þessari viku.