143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[18:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ríkisstjórninni er fullljóst hvað hún þarf að gera til að ná friði um meðferð málsins. Hún þarf að falla frá hótuninni um að ganga gegn vilja 82% Íslendinga og slíta viðræðunum og semja um það að í nefndinni verði aðrar leiðir skoðaðar um framhald málsins. Það er miður að ríkisstjórnin skuli hafa hafnað þessu og kosið ófriðinn því einmitt nú þurfum við mjög á því að halda að standa saman, Íslendingar.

Ég hvet ríkisstjórnina til að nota þann tíma sem eftir er af fyrri umr. til þess að endurskoða afstöðu sína, til þess að velja friðinn, til þess að sameina þjóðina og vinna að sameiginlegum hagsmunum okkar í stað þess að spilla því sýknt og heilagt og fara fram með ofbeldi í atkvæðagreiðslum og reyna á kvöld- og næturfundum í skjóli myrkurs að keyra í gegn svik á (Forseti hringir.) skýlausum loforðum sínum.