143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[18:49]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjölskyldu minnar vegna er ekkert vandamál að vera hér í kvöld. Hagsmunir hennar eru meiri af því að ég standi hér og reyni að koma í veg fyrir að þessi ömurlega tillaga verði samþykkt á Alþingi en ég sé með henni akkúrat í kvöld. En að kalla til kvöldfundar þegar við höfum kallað eftir því að fólk, sem er að ganga á bak orða sinna með tillögu þessari, komi og útskýri það í ræðu hvað hæstv. ráðherrar sjái fyrir sér með framhald málsins.

Reynsla mín, herra forseti, af þessari hægri stjórn er sú að hér verður vart hægt að fara með málið til nefndar nema fyrir liggi undirritað samkomulag um hvernig á málum verði haldið. Að sjálfsögðu yrði efnisleg umræða í nefndinni en það þarf að vera eitthvað handfast því að þessu fólki er ekki treystandi.