143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[18:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil í fyrsta lagi mótmæla því að atkvæðagreiðsla um þennan kvöldfund sé haldin á þessum tíma. Ég hefði viljað hafa hana fyrr í dag.

Í öðru lagi vil ég lýsa áhyggjum mínum af því hugarfari sem mér finnst birtast í orðum hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að ráðherrar komi ekki hingað til umræðunnar og að hann hafi talað hér um skýrslu. Hann talaði um skýrsluna áður en gerræðistillagan sem hér er búin að vera til umræðu kom fram. Hann þarf að gera þinginu grein fyrir því hvernig hann ætlar að standa við þau loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar og 50 þús. manns segja að hann eigi að standa við. Hann þarf að skýra það út fyrir okkur og fólkinu í landinu um leið.