143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[18:54]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil nota tækifærið og hvetja forustumenn ríkisstjórnarinnar til þess að efna til fundar með forustumönnum annarra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi sem fyrst til að reyna að tala sig til niðurstöðu um hvað eigi að gera við þessa vondu tillögu, sem hefur rofið hér friðinn og miklar deilur eru um, og hvað eigi að gera í framhaldi af því þegar þessari umræðu lýkur. (Gripið fram í.)

Að mínu mati hefur þessi umræða verið mjög góð síðustu daga; hún hefur verið efnisleg. Við höfum lítinn tíma, menn nota andsvör til að fá frekari tíma til að útskýra skoðanir sínar eða spyrja spurninga og okkur vantar ráðherrana til að halda ræður og útskýra það sem þeir ætla að svíkja þjóðina um, sem þeir lofuðu fyrir kosningar, að þjóðin fengi að greiða atkvæði um það hvort ætti að halda áfram viðræðum eða ekki.

Þessi tillaga eins og hún lítur út núna er vond. Hún spillir friði, ekki bara á Alþingi heldur um allt þjóðfélag. (Forseti hringir.) Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Orð hæstvirtra núverandi ráðherra, sem allir hafa sagt þetta, (Forseti hringir.) eru mikilsverð og þeir skulda þjóðinni að (Forseti hringir.) útskýra þessi svik.