143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[19:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Grundvallarhugmyndin um þingræði og þingbundna stjórn byggir á því að rökræða fari fram í þingsal. Hugmyndin á bak við það að þingmenn séu jafnframt ráðherrar er að þeir eigi í efnislegu samtali í þinginu. Það er algerlega óásættanlegt að allur ráðherrabekkur Sjálfstæðisflokksins kjósi að taka ekki til máls um þessa tillögu. Þetta er stærsta utanríkispólitíska ákvörðun seinni tíma og enginn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þorir að taka til máls. Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur hér upp til að færa fram einhverjar útúrsnúningaskýringar á því hugleysi, það að hann hafi talað um allt annað mál löngu áður en þessi tillaga kom fram.

Virðulegi forseti. Þetta eru stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu, segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem hafa ekki hugrekki til að mæta í ræðustól (Forseti hringir.) eru að bregðast þingskyldum sínum (Forseti hringir.) og þeir eru að bregðast þingræðinu og lýðræðinu.