143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[19:14]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn kvöldfundi. Hér eru 14 manns á mælendaskrá. Enn hefur enginn hæstv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins eða hæstv. forsætisráðherra séð ástæðu til þess að blanda sér í umræðuna með okkur og svara þeim spurningum sem við höfum lagt fyrir þá.

Ég held að það sé ágætt á þessari stundu, herra forseti, að við förum að fara til okkar heima og meiri hlutinn geti þá um helgina skroppið niður á Austurvöll og hitt fólkið sem þar verður í mótmælum, skoðað samþykktir bæjarstjórna, bæði í Kópavogi og nú í Hafnarfirði, og manni skilst að fleiri séu á leiðinni, og kannað hvað væri skynsamlegt fyrir hæstv. ríkisstjórn að gera í þessari stöðu. Það er oft ágætt að anda í kviðinn, hugsa sinn gang, og ég held að það sé tímabært, herra forseti. Þess vegna segi ég nei.