143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:27]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í málinu er slík að óskiljanlegt er að flokkurinn láti svínbeygja sig með þessum hætti og að hæstv. ráðherrar hans, sem kallað hefur verið eftir um alllangt skeið, skuli ekki láta svo lítið að setja sig á mælendaskrá og útskýra þessa afstöðu sína. Það er helst að manni detti í hug að einhver hrossakaup hafi átt sér stað og það hlýtur að vera eitthvað mjög merkilegt í þeim pakka því að þetta er viðsnúningur af því tagi og svik af því tagi að ég held að fáheyrt sé í íslenskri stjórnmálasögu að flokksforusta hafi gengið svo harkalega á bak orða sinna.

Ég legg því til, virðulegi forseti, í ljósi þess að hæstv. ráðherrar treysta sér ekki til að taka þátt í umræðunni með okkur og útskýra þetta fyrir okkur að við slítum þessum fundi.