143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:35]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil annars vegar taka undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur og fara fram á það að forseti leiðrétti mælendaskrá og færi fjármálaráðherra á mælendaskrána. Hann óskaði eftir orðinu hér áðan, óskaði eftir að fara á mælendaskrá og eðlilegt að verða við því með því að leiðrétta augljós mistök.

Hitt sem ég vildi segja er að mér þykir fyrir því ef skýr ósk mín áðan um að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem ekki treysta sér til að taka þátt í umræðunni í kvöld yrðu viðstaddir þegar ég flyt ræðu mína, en ég er aftarlega á mælendaskrá, hefur valdið því að þeir hafa þurft að yfirgefa húsið og fara heim og leggja sig til að safna orku og þreki til að koma hér í nótt. Það er auðvitað átakanlegt að þeir treysti sér ekki í þessa umræðu og það sé orðið ljóst (Forseti hringir.)að sjálfstæðismenn ráða ekki við að rökstyðja mál sitt (Forseti hringir.)þegar þessi þingsályktunartillaga er annars vegar.