143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er algerlega fáheyrt að hingað komi þingmenn hlaupandi kl. 6 til að greiða atkvæði um að við séum hér áfram og ræðum þetta mikilsverða mál og hlaupi svo aftur heim til sín. Hvers konar virðing er það fyrir þinginu, fyrir okkur og fyrir starfinu sem þetta fólk gegnir? Heldur það að það geti bara komið hlaupandi og sagt: Já, verðið þið hérna í kvöld, okkur kemur hvort sem er ekkert við hvað verið er að tala um. Kemur þeim ekkert við hvað við erum að tala um? Eru þeir ekki segja að það eigi að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og loka kannski einu dyrunum sem við höfum opnað til aflétta gjaldeyrishöftum í fyrirsjáanlegri framtíð? Er þetta fólk algerlega ábyrgðarlaust, virðulegi forseti? Ég mótmæli því að það sé komið svona fram við mig.