143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[20:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég geri ráð fyrir að forseti hafi orðið við ósk varaformanns Samfylkingarinnar um að hæstv. ráðherrar yrðu hér í salnum á meðan hún flytti ræðu sína. Eins og margoft hefur komið fram er þetta þingsályktun ríkisstjórnarinnar, samþykkt á ríkisstjórnarfundi þvert á loforð allra ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þetta boðar stefnubreytingu varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er eitt af stærstu málunum sem við munum fást við á kjörtímabilinu. Ég legg til að á meðan forseti smalar saman hæstv. ráðherrum gefum við hin hæstv. utanríkisráðherra tækifæri til að koma hingað í pontu. Hann hefur nægan ræðutíma, hann má tala hér endalaust og getur þá farið yfir hvað sé svo í húfi að hann sé tilbúinn til að niðurlægja kollega sína með þessum hætti.