143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg glaðvakandi aldrei þessu vant.

Það sem ég er að hugsa í sambandi við þessi mál öll saman er að við búum við ákveðinn vanda þegar kemur að þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum. Fólk lætur sig oft ekki varða einhver mál, finnst þau fjarlæg sér og finnst það ekki hafa nein áhrif eða geta breytt neinu. Óttast hv. þingmaður ekki að fólki finnist ákvarðanir svo langt í burtu og rödd þeirra og atkvæði það hjáróma og langt frá að það skili sér ekki til endastöðvanna, að fólk verði óvirkir þátttakendur í samfélögunum þegar hin mikla samþjöppun verður sem á sér stað þegar þjóðir ganga (Forseti hringir.) í Evrópusambandið? Óttast hv. þingmaður ekki áhrifaleysi fólks (Forseti hringir.) og að þetta (Forseti hringir.) letji það til þátttöku í að (Forseti hringir.) breyta umhverfi sínu?