143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég óttast það ekki. Fólk ræður því sjálft hvort það tekur þátt eða ekki. Það sem ég óttast í því er aðeins fólkið sjálft og ekki vegna Evrópusambandsins. Ég óttast að fólk hafi ekki nógu mikinn áhuga á stjórnmálum eða þessu eða hinu. Ég get ekki haft nein áhrif á það önnur en að reyna að boða fagnaðarerindið. Ég er ekki að boða neitt fagnaðarerindi um Evrópusambandið en við skulum athuga að við erum í Evrópusambandinu, að mestu leyti, nema því að við tökum ekki þátt í að ákveða hlutina sem við tökum síðan upp með reglunum sem berast okkar hingað með faxtækjum, eins og einhver orðaði það. Þau eru reyndar flest á fornsölum núna, en þetta berst einhvern veginn á netinu. (Forseti hringir.)

Það er stóri munurinn. Við öðlumst meiri áhrif með því að vera (Forseti hringir.) í Evrópusambandinu en með því að vera (Forseti hringir.) að „teika“ trukk, eins og(Forseti hringir.) hv. þm. Katrín Júlíusdóttir orðaði það áðan.