143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég get ekki bent á neitt. Það hefur engri stofnun verið breytt, engu hefur breytt til að aðlaga, eins og kallað er, íslenskt stjórnkerfi Evrópusambandinu. Jú, vissulega erum við með EES-samninginn. Við erum alltaf að taka upp reglur frá EES og þannig aðlögum við okkur auðvitað löggjöf Evrópusambandsins af því að við erum í EES. Ég trúi ekki að það sé sú aðlögun sem menn eru að tala um.

Gerð var krafa einhvern tímann á ferlinu um að við breyttum einhverjum stofnunum þannig að ef við samþykktum væri landbúnaðarstyrkjakerfið komið í „fúnksjón“. Við fengum undanþágu frá því. Samþykkt var að við þyrftum ekki að gera það. Það var beinlínis samþykkt að við þyrftum ekki að gera það. (Forseti hringir.) Síðan er talað um að það sé betra að við séum með álíka tollskrá og þeir í Evrópusambandinu. (Forseti hringir.) Samt sem áður hefur tollskránni ekki verið breytt, (Forseti hringir.) þó skilst mér að hún sé fyrir löngu orðin (Forseti hringir.) úrelt.