143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:26]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Satt best að segja trúi ég þessari tilteknu hæstv. ríkisstjórn til næstum því hvers sem er og vissulega til að brjóta í bága við þjóðarviljann. Við erum komin í 20,6% af atkvæðabærum mönnum á Íslandi sem hafa mótmælt og samt hikar ríkisstjórnin ekki. Það er varla hægt að teyma hana að samningaborðinu og þá ekki með neinum jákvæðum afleiðingum eða neinum afleiðingum yfir höfuð, að því er virðist.

Hvað varðar ungt fólk í Evrópusambandinu eða utan þess. Ég er ekki alveg viss, sérstaklega ekki með hliðsjón af því hvernig það væri á Íslandi vegna þess að Evrópusambandið snýst um svo ofboðslega marga hluti. Ég held að augljóst sé að ungt fólk í Evrópu hefur aðgengi að stærri markaði. Það eitt og sér er gott, en svo eru margir aðrir þættir sem koma til móts við það. Ég treysti mér ekki til þess að draga neinar ályktanir um hvað væri betra eða verra fyrr en samningsferlinu er lokið og við getum tekið upplýsta ákvörðun (Forseti hringir.) um framhaldið.