143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[00:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég mótmæli því að við skulum vera að tala um þetta mikilvæga mál hér fram á nótt. Ég spyr virðulegan forseta: Hver er ástæðan? Af hverju liggur svona á? Af hverju getum við ekki hætt núna, þótt fyrr hefði verið, og komið svo fersk í umræðuna á þriðjudaginn? Hvaða mál þurfa að komast á dagskrá á þriðjudaginn sem liggur svona mikið á? Ég vil fá svör og ég vil fá skýringar á því af hverju okkur er haldið hér fram á nótt til þess að ræða þetta mikilvæga mál. Hvernig stendur á því? Ég krefst þess, ef á að halda hér áfram, að ráðherrar komi hingað og taki þátt í umræðunni. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á þetta. Þetta er til skammar.