143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[00:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar hæstv. utanríkisráðherra gerði okkur þann heiður að koma í ræðustól var hann sallarólegur og sagði að ekkert lægi á með þessa tillögu, hún fengi langan tíma í nefnd og þar fram eftir götunum. Það er því illskiljanlegt af hverju við erum að ræða málið um hánótt en ekki að degi til þegar þeir ráðherrar sem kallað hefur verið eftir eru í þingsalnum og þurfa ekki að vakna um miðja nótt til að koma og hlusta á til dæmis hv. þm. Árna Pál Árnason sem strax í dag bað um að þeir yrðu viðstaddir þegar hann talaði. Þetta er náttúrlega tóm vitleysa. Ég bið forseta að íhuga þetta mál vandlega (Forseti hringir.) og fresta fundi við fyrsta tækifæri.