143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er nauðsynlegt að taka undir þessar beiðnir eða kröfur um að forustumenn stjórnarflokkanna séu hérna þegar forustumenn í stjórnarandstöðunni tala um þetta mikilvæga mál. Það er ekki eins og það þurfi að koma mönnum eitthvað á óvart að þetta sé núna því að menn komu hlaupandi hingað kl. 18 í dag til að greiða atkvæði til þess væntanlega að þeir gætu komið í nótt til að ræða þetta mikla mál fyrst þeir vilja ekki gera það eftir helgi eins og eðlilegast hefði verið.

Mig langar að spyrja forseta: Er von á forustumönnum stjórnarflokkanna til þings núna í nótt? Ef ekki geri ég eiginlega kröfu um að fundi sé slitið.