143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum að ræða hér gríðarlega stórt hagsmunamál, mál sem tugþúsundir Íslendinga taka mjög alvarlega. Það er búið að liggja fyrir í allan dag að formaður Samfylkingarinnar óskaði eftir nærveru hæstv. ákveðinna ráðherra þegar hann tæki hér til máls.

Klukkan er að verða þrjú að nóttu. Félagar mínir hafa lýst yfir óánægju sinni með framgöngu forseta. Ég ætla ekki að fara að segja neitt á þessari stundu því að ég vil ekki segja í hita leiksins útkeyrð um miðja nótt hluti sem ég mun sjá eftir.

Ég vona að hæstv. forseti meti stöðuna eftir daginn í dag, kvöldið og nóttina og hugsi sig tvisvar um áður en hann verður við ósk Framsóknarflokksins um (Forseti hringir.) að gefa ekkert eftir gagnvart réttkjörnum þingmönnum þessa lands.