143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[02:57]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fer þess á leit í ljósi þeirra aðstæðna sem hér eru komnar upp, að ráðherrar hafa hunsað ítrekaðan vilja hv. þingmanna að vera til staðar, vilja sem hefur komið svo margoft fram að það er orðið hálfvandræðalegt, að fundi verði slitið nú.

Svo var boðið upp á þann valkost að fundi yrði frestað og þeir kallaðir til. Það væri kannski líka ástæða til að prófa að kalla til atkvæðagreiðslu, þeir virðast hlýða því einna helst. Það er helst að maður sjái hæstv. ráðherra í húsi ef það er til að greiða atkvæði um lengd þingfundar í stærsta utanríkismáli kjörtímabilsins. En við getum ekki unað því að halda hér áfram án hæstv. ráðherra, herra forseti.