143. löggjafarþing — 75. fundur,  14. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[03:29]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Flumbrugangur eða ekki flumbrugangur, ég hugsa að viðbrögð hv. þingmanns og margra annarra hefðu alltaf verið þau sömu við þessari tillögu, hvernig sem hún hefði komið inn í þingið. Ég held að það hefði engu breytt um það. Okkur greinir á um hvernig á að halda á Evrópumálunum, hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið eða ekki, hvernig samskipti okkar eiga þá að vera við Evrópusambandið. Þar greinir okkur á.

Það er ekkert óeðlilegt eða óheilbrigt að þannig sé það. Ég er búinn að svara þessum spurningum. Kannski er það það eina sem ég hef tekið til máls um hér, því miður, er einmitt að svara þessum spurningum: Hvað tekur við?

Ég svara því enn og aftur að utanríkismálanefnd fær engar ordrur frá mér um það hvað hún eigi að gera, hvernig hún eigi að haga sér, hverju hún eigi að skila. Ég er einfaldlega opinn fyrir því hvað kemur þaðan út.