143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

varamaður tekur þingsæti.

[13:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá 12. þm. Suðvest., Birgittu Jónsdóttur, um að hún geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tók því sæti á Alþingi í gær sem varamaður fyrir hana Björn Leví Gunnarsson.

Kjörbréf Björns Levís Gunnarssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Björn Leví Gunnarsson, 12. þm. Suðvest., undirskrifaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]