143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[17:47]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í sjálfu sér hefur þetta tiltekna frumvarp ekki bein áhrif á halla fjárlaganna eða það breytir þeim ekki því að þeir ætla jú, eins og ég sagði hér í ræðu minni, að taka þessa fjármuni úr auknum arðgreiðslum og lækka væntanlega eigið fé ÁTVR, þannig að það hefur ekki bein áhrif á fjárlögin. Þess vegna finnst mér að það hefði verið miklu hreinlegra að taka bara mismuninn ef þeir telja að hægt sé að taka þetta og nýta það beint í ríkisreksturinn í staðinn fyrir að vera að „fiffa“ eitthvað til í sambandi við auknar arðgreiðslur frá ÁTVR. Það á bara að taka þetta beint inn í ríkistekjurnar og útdeila því með einhverjum þeim hætti sem hver ríkisstjórn kýs. En þetta hefur ekki bein áhrif á hallalausu fjárlögin, enda höfum við nú deilt um það mjög lengi (Forseti hringir.) hvernig við eigum að koma efnahagslífinu hér á réttan kjöl og þar er munurinn á hægri og vinstri.