143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[21:06]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki annað fyrir mér varðandi aðkomu hagsmunaaðila en að þeir eigi, á allan þann hátt sem mögulegt er og sanngjarnt og eðlilegt, að geta komið sjónarmiðum sínum að. Eins og gengur verða kannski ekki allir sáttir og sitt sýnist hverjum. En það sem ég tel mest um vert, ég tek undir það sem hv. þingmaður sagði, er að útrýma tortryggni í þessu máli. Kannski hefur okkur tekist það eða að minnsta kosti stigið stórt skref í þá átt. Viss tortryggni ríkti gagnvart þeirri vinnu sem unnin hafði verið. En eins og kemur mjög skýrt fram í nefndarálitinu var hún um mjög margt góð. Við skulum vona að ekki verði tortryggni til staðar hvað varðar þá vinnu sem fram undan er og að menn reyni að vinna þetta allt á sama hátt.