143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[21:08]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka eins og áður bjartsýnisorð og góða strauma hér í þingsal. Ég er afar ánægður með að stjórnarandstaðan (ÖS: Hyllir þig.) sé reiðubúin að taka í útrétta sáttarhönd.

Það þarf margt að koma til. Ég vil sérstaklega geta vilja umhverfisráðherra til að stýra málinu og vera reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að sátt næðist, og að sjálfsögðu allra þeirra sem kæra sig um sátt yfir höfuð. Ég ætla ekki að fara mikið út í stór deilumál sem eru hér önnur. Ég hef reyndar trú á því að hv. þm. Birgir Ármannsson muni gera sitt besta, en við skulum samt muna að við höfum skiptar skoðanir á stórum og mikilvægum málum. En við skulum sjá hvað setur.