143. löggjafarþing — 77. fundur,  19. mars 2014.

veiðigjöld.

372. mál
[18:36]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Hér kemur lítið frumvarp um að Alþingi kjósi nefnd þingmanna úr öllum þingflokkum til að fjalla um fyrirhugaðar ákvarðanir veiðigjaldsnefndar um sérstakt veiðigjald. Störf í nefndinni verða ólaunuð.

Í 2. gr. segir að lög þessi öðlist þegar gildi.

Athugasemdir eru þær að með frumvarpinu er lagt til að breyting verði gerð á lögum um veiðigjöld þannig að fjöldi fulltrúa í samráðsnefnd þingmanna um veiðigjöld, samanber 5. gr. laganna, ráðist af fjölda þingflokka á Alþingi en takmarkist ekki við fimm manns eins og nú er. Þá er tiltekið að störf í nefndinni séu ólaunuð.

Varðandi umsögn fjárlagaskrifstofunnar er gert ráð fyrir því að fjöldi fulltrúa í samráðsnefnd þingmanna um veiðigjöld skuli ráðast af fjölda þingflokka á Alþingi í stað þess að takmarka hann við fimm manns eins og kveðið er á um í núgildandi lögum. Ekki eru greidd sérstök nefndarlaun og verði frumvarpið að lögum verður ekki séð að það muni hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.

Ég vona að þessu máli verði vísað til hv. atvinnuveganefndar að umræðu lokinni og fái þar fljóta og góða meðferð.