143. löggjafarþing — 77. fundur,  19. mars 2014.

veiðigjöld.

372. mál
[18:43]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að hv. þingmaður hafi ekki misskilið mig þannig að það væri ekki upp á mig að sakast að hafa ekki kallað þessa nefnd saman á haustmánuðum. Það er það auðvitað síðan ég tók við. Ég var bara benda á að þessi nefnd hefur aldrei verið kölluð saman og það er ekki við mig einan að sakast að svo sé vegna þess að hún var skipuð löngu áður en þetta kjörtímabil hófst.

En samkomulag formanna stjórnarflokkanna í desemberlok var sem sagt gert. Þessi veiðigjaldsnefnd starfar á grunni þeirra laga og mun meðal annars fjalla um ákvarðanir veiðigjaldsnefndar. Ég tel þetta ágætan vettvang til samráðs um það en þessi nefnd er hins vegar ekki að fara að vinna að einhverjum nýjum tillögum. Það er búið að vinna þær en þegar samráð á sér stað koma auðvitað fram tillögur sem menn hlusta á. Til þess er samráðið.

En það er rétt að rifja upp til hvers þessi samráðshópur var settur saman. Það var til að hafa samráð um ákvarðanir veiðigjaldsnefndar.